INSPIRE Knowledge Base

Iceland - 2022: Country Fiche

Table of Contents
  • Introduction
  • State of Play
    • Coordination
    • Functioning and coordination of the infrastructure
    • Usage of the infrastructure for spatial information
    • Data Sharing Arrangements
    • Costs and Benefits
  • Key Facts and Figures. 
    • Monitoring Indicators
Introduction

The INSPIRE Directive sets the minimum conditions for interoperable sharing and exchange of spatial data across Europe as part of a larger European Interoperability Framework and the e-Government Action Plan that contributes to the Digital Single Market Agenda. Article 21 of INSPIRE Directive defines the basic principles for monitoring and reporting. More detailed implementing rules regarding INSPIRE monitoring and reporting have been adopted as Commission Implementing Decision (EU) 2019/1372 on the 19th August 2019.

This country fiche highlights the progress in the various areas of INSPIRE implementation. It includes information on monitoring 2021 acquired in December 2021 and Member States update.

State Of Play

Vegna upptöku INSPIRE tilskipunarinnar í gegnum EFTA hefur Ísland þriggja ára frest á allar tímasetningar tilskipunarinnar varðandi innleiðingu og framkvæmd. Samkvæmt tímalínu INSPIRE (roadmap) lauk innleiðingu INSPIRE tilskipunarinnar í desember árið 2021, það verður þá árið 2024 á Íslandi. Gögn sem eru skilgreind inn í INSPIRE tilskipunina eru skráð í lýsigagnagáttina Geoinspire, sem veitir gögnum inn í árlega INSPIRE skýrslugjafar (monitoring) ferlið. Þar eru skráð 91 gagnasett og lýsigagnaskráningar fyrir 27 niðurhals- og skoðunarþjónustur. Hver lýsigagnaskráning er fyrir eina niðurhals- eða skoðunarþjónustu viðkomandi stofnunar og innan hverrar þjónustu eru því fleiri en eitt gagnasett aðgengilegt. Skoðunarþjónustur veita aðgengi að 85 gagnasettum og niðurhalsþjónustur veita aðgang að 68 gagnasettum.

Samkvæmt tímalínu INSPIRE átti að ljúka skráningu lýsigagna fyrir Viðauka I, II og III í desember árið 2016, þ.e. 2019 á Íslandi. Af tölulegu upplýsingunum að dæma sem sóttar voru í Geoinspire má sjá að enn vantar þjónustur fyrir nokkur gagnasett. Dagsetningum og markmiðum sem koma í kjölfarið á tímalínu INSPIRE hefur ekki verið fylgt skipulega eftir.

Coordination

National Contact Point
Name of Public Authority: 
National Land Survey of Iceland
Postal Address: 

Stillholt 16-18, 300 Akranes

Contact Email: 
Telephone Number: 
+354 4309000
Coordination Structure & Progress: 

Hlutverk og ábyrgð

Myndin er einföldun á hlutverkum og skipulögðu samstarfi opinberra aðila í INSPIRE-verkefninu en jafnframt í grunngerðarverkefninu. Samstarfi opinberra aðila sem koma að grunngerð landupplýsinga á Íslandi og INSPIRE er stýrt af Landmælingum Íslands í gegnum óformlega samstarfshópa og náið samstarf við stofnanir og sérfræðinga þeirra á sviði stafrænna landupplýsinga. Áratuga hefð er fyrir samstarfi aðila á sviði landupplýsinga á Íslandi. Landmælingar Íslands hvetja hagsmunaaðila til að leggja sitt af mörkum til að hrinda grunngerðinni fyrir landupplýsingar í framkvæmd og styðja þannig við innleiðingu INSPIRE tilskipunarinnar. Þetta eru opinberir aðilar sem eru allt í senn; notendur, gagnaframleiðendur og þjónustuveitendur. 

Löggjafinn / pólitískt hlutverk

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Landmælingar Íslands heyra undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og kveða lög um grunngerð stafrænna landupplýsinga á um samvinnu ráðuneytisins og stofnunarinnar. Bein tengsl eru frá ráðuneytinu við innleiðingu INSPIRE í gegnum lögfræðing ráðuneytisins sem gegnir hlutverki MIG-P tengiliðs (e. Maintenance and Implementation Group – Policy) um stefnumótandi málefni. 

Verkefnisstjórnun og framkvæmd laga

Landmælingar Íslands: Umsjón innleiðingar INSPIRE tilskipunarinnar og innleiðing grunngerð stafrænna landupplýsinga á Íslandi. Stofnunin starfar m.a. samkvæmt lögum nr. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar sem eru að mestu byggð á INSPIRE tilskipuninni og er hlutverk Landmælinga Íslands skilgreint þar.

Markmiðið með starfseminni er skilgreint í lögum um landmælingar og grunnkortagerð nr. 103/2006, og er það að tryggja að ávallt séu til aðgengilegar og áreiðanlegar staðfræðilegar og landfræðilegar grunnupplýsingar um Ísland. Meginhlutverk LMÍ eru eftirfarandi:

  • Vera umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til ráðuneytis á fagsviðum stofnunarinnar.
  • Uppbygging og viðhald landshnita- og hæðarkerfis.
  • Gerð, viðhald og miðlun á stafrænum þekjum í mælikvarða 1:50 000.
  • Skráning og miðlun upplýsinga um landfræðileg gagnasöfn.
  • Gerð og notkun staðla á sviði landupplýsinga.
  • Að veita aðgang að gögnum sem stofnunin varðveitir.
  • Eiga faglegt samstarf við háskóla, stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og alþjóðleg samtök.

Auk þess hefur stofnunin forystuhlutverk við uppbyggingu á grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og fer með framkvæmd laga nr. 44/2011 um grunngerð stafrænna landupplýsinga í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðuneytið (skv. 9. gr. um framkvæmd laganna).

Í 5.gr. laga um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar kemur m.a. fram að „Landmælingar Íslands skulu starfrækja landupplýsingagátt til að veita aðgang að stafrænum landupplýsingum og upplýsingum um þær....“ Einnig eru taldar upp vefþjónustur sem skulu vera aðgengilegar í gegnum landupplýsingagáttina, s.s. lýsigagnaþjónusta (e. metadata service), skoðunarþjónusta (e. view service), niðurhalsþjónusta (e. download service), vörpunarþjónusta (e. transformation service) og „Þjónusta sem gefur kost á að virkja ólíka vefþjónustu landupplýsinga (e. Invoke service).“

Lýsigagnagátt (e. metadata register) ásamt landupplýsingagátt (e. geoportal) og Geoinspire (síðan árið 2021) uppfylla þessar kröfur að mestu leyti og sjá Landmælingar Íslands um rekstur, viðhald og tæknilega þróun, ásamt því að vera stjórnvöldum til ráðgjafar til að skyldum laganna sé fullnægt. Árið 2021 var ákveðið að aðgreina gögn sem eru skilgreind inn í INSPIRE tilskipunina á þann hátt að útbúin var sérstök lýsigagnagátt Geoinspire, sem veitir gögnum inn í árlega INSPIRE skýrslugjafar (monitoring) ferlið. 

INSPIRE og grunngerðarhópurinn hefur það hlutverk að stuðla að innleiðingu INSPIRE-tilskipunarinnar. Mikilvægur þáttur í innleiðingu INSPIRE er uppbygging tengslanets og samstarf í gegnum óformlega og formlega samráðshópa eða starfshópa sérfræðinga og stjórnenda stofnana sem tengjast Viðaukum l, ll og lll. Uppbygging tengslanets og samstarf allra aðila sem eiga hlut í grunngerð stafrænna landupplýsinga á Íslandi og tengjast þannig INSPIRE tilskipuninni er grunnforsenda framgangs verkefnisins. Þess vegna er mikil áhersla lögð á samstarf og samskipti við þessa hagsmunaaðila.  Grunngerð stafrænna landupplýsinga á Íslandi er í stöðugri þróun og styður beint við innleiðingu INSPIRE-reglugerðarinnar á Íslandi. Í 2.mgr. 1.gr. INSPIRE-tilskipunarinnar segir að í INSPIRE-áætluninni skuli „byggt á grunngerðum fyrir landupplýsingar sem komið hefur verið á fót í aðildarríkjunum og starfrækt af hálfu þeirra.“

Sérfræðingar INSPIRE / grunngerðarhóps fylgjast með upplýsingaflæði í nokkrum INSPIRE MIG-T hópnum en taka ekki beinan þátt í starfi hópsins.

Functioning and coordination of the infrastructure

Hér verður sagt frá almennum ráðstöfunum sem gerðar hafa verið til að hvetja  opinbera aðila til að gera gögn sín aðgengileg og samnýta  þau, ásamt því að útbúa skoðunar- og niðurhalsþjónustur. Einnig er sagt frá því hvernig samstarfi er háttað. 

Samskipti við þriðju aðila / A description of the relationship with third parties

Þriðju aðilar hafa aðgang að gjaldfrjálsum landupplýsingagögnum opinberra aðila og geta notað gögnin í skipulagsverkefni eða til nýsköpunar svo eitthvað sé nefnt. Einnig geta þeir skoðað gögn í landupplýsingagátt og hafa aðgang að lýsigögnum í lýsigagnagátt (e. metadata register). Öll gögn í landupplýsingagáttinni eru tengd við lýsigögn viðkomandi gagnasetts í lýsigagnagátt. Þriðju aðilar geta sótt gögn með því að nýta sér niðurhalsþjónustur mismunandi stofnana. Ekki eru allar stofnanir sem tilheyra grunngerðinni búnar að setja upp slíka þjónustu en þá er hægt að nálgast gögnin með því að hafa samband við viðkomandi stofnun sem miðlar þá gögnunum.

Yfirlit yfir vinnubrögð og aðferðir / An overview of the working practices and procedures of the coordinating body

Lög og reglugerðir skilgreina rammann í kringum verkefnið. Starfsmenn grunngerðarhóps benda opinberum aðilum reglulega á hlutverk þeirra samkvæmt lögunum og minna á að opinberir aðilar eigi að sinna ákveðnum þáttum í uppbyggingu grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar sem styður við innleiðingu INSPIRE.

INSPIRE tilskipunin er grundvöllurinn fyrir innleiðingu INSPIRE á Íslandi. Lög nr. 44/2011 um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar eru að mestu byggð á INSPIRE tilskipuninni og er þar hlutverk Landmælinga Íslands skilgreint. Stofnunin skal starfrækja landupplýsingagátt og sjá um rekstur, viðhald og tæknilega þróun hennar. Vefþjónustur eiga að vera aðgengilegar öllum í gegnum landupplýsingagátt (lýsigagna-, skoðunar-, niðurhals-, og vörpunarþjónusta). Einnig kemur fram að Landmælingar Íslands eigi að gera tillögu til ráðherra um aðgerðaáætlun til fimm ára í senn um uppbyggingu, rekstur og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar um Ísland.

Eins og fyrr sagði liggja fyrir drög að nýrri aðgerðaáætlun (frá 2019) hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til samþykktar. Drögin eru að hluta til unnin upp úr fyrrverandi áætlun en að hluta til með reynslu síðustu fimm ára í huga. Með nýrri aðgerðaáætlun er hugmyndin að setja fram færri markmið en um leið skýra betur þær aðgerðir sem nýttar verða til að ná settum markmiðum. Aðgerðaáætlunin tekur mið af tímaáætlun INSPIRE verkefna (INSPIRE Roadmap) og fylgir henni tímalína þar sem verkefni næstu 5 ára koma fram. 

Reglugerð nr. 414/2014 um stafrænar landupplýsingar var sett til innleiðingar á INSPIRE-tilskipuninni (sbr. 8. gr. um innleiðingu) og styður hún við lög nr. 44/2011. Hlutverk LMÍ er einnig skilgreint í reglugerðinni og fer stofnunin með framkvæmd hennar fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðherra (4. gr.).

Reglugerð um lýsigögn fyrir stafrænar landupplýsingar nr. 390/2012 styður við uppbyggingu og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar landupplýsingar á vegum stjórnvalda og tryggir aðgengi stjórnvalda og almennings að landupplýsingum um Ísland. Í reglugerðinni er jafnframt kveðið á um kröfur um skráningu og viðhald lýsigagna fyrir stafrænar landupplýsingar og landupplýsingaþjónustu.

Landupplýsingagátt og lýsigagnagátt gegna mikilvægu hlutverki í INSPIRE verkefninu en þar mætast allar staðtengdar landupplýsingar sem eru fyrir hendi hjá opinberum aðilum og eiga að vera hluti af INSPIRE. Landupplýsingagátt byggir á Oskari hugbúnaðinum og lýsigagnagátt á Geonetwork hugbúnaði. Tengt er á milli lýsigagnaskráninga og gagnasettana sem er hægt að skoða í landupplýsingagáttinni. Þannig má segja að grunngerð stafrænna landupplýsinga verði smátt og smátt sýnileg fyrir notendur og þá um leið auðveldara að útskýra markmiðið fyrir hagsmunaaðilum.

Samstarf og miðlun upplýsinga til hagsmunaaðila (þátttakendur í grunngerðarverkefninu) er mikilvægur þáttur í innleiðingu INSPIRE. Fundir með hagsmunaaðilum á árinu 2021 fóru fram í fjarfundarformi. Lögð er áhersla mikilvægi þess að samræma, miðla og samnýta gögn sem eru í umsjón opinberra aðila. Þetta felur í sér mikla hagræðingu fyrir alla sem geta nýtt sér landupplýsingagögn en líka fyrir opinbera aðila sem eru framleiðendur landupplýsingagagna. Samstarf kemur í veg fyrir að unnið sé að söfnun sömu gagna á mismunandi stofnunum, svo eitthvað sé nefnt.

Samráðshópar, bæði formlegir og óformlegir hafa verið mikilvægur þáttur í INSPIRE verkefninu frá upphafi. Stöðugt samstarf hefur átt sér stað í gegnum samráðshópana sem styður við hugmyndafræði og kröfur nýrrar grunngerðar fyrir landupplýsingar á Íslandi. Verkefnin tengjast því að aðstoða opinbera aðila við að bæta aðgengi að gögnum sínum í samræmi við kröfur INSPIRE tilskipunarinnar og grunngerðarverkefnisins. Samráðshóp, sem Landmælingar Íslands hafa haldið utan um frá upphafi verkefnisins, var skipt upp í tvo hópa árið 2021 í þeim tilgangi að styðja við þátttöku allra sem eru aðilar að hópunum en líka vegna fjölgunar í hópnum. Fundir voru í fjarfundarformi á árinu 2021 og fundarformið þannig að þátttakendur segja frá þróun sem hefur orðið, hverjar eru væntingar og þarfir gagnvart grunngerðarverkefninu. Miðlun upplýsinga á þennan óformlega hátt gefur þátttakendum tækifæri til að tengjast og finna flöt á miðlun gagna og jafnvel samstarfi.

Almennt má segja að mikil hugsanabreyting hafi orðið frá því að byrjað var að vinna markviss að innleiðingu hugmyndafræðinnar á bak við sameiginlega grunngerð landupplýsinga fyrir rúmum tíu árum. 

Grunngerðarhluti heimasíðu Landmælinga Íslands var endurskoðaður og uppfærður á árinu 2021, því þar er markvisst miðlað efni um grunngerðina og/eða INSPIRE verkefnið. 

Lögbundin samræmingarnefnd vann að fyrstu aðgerðaráætlun við uppbyggingu, rekstur og viðhald grunngerðar fyrir stafrænar upplýsingar um Ísland frá árinu 2011 – 2013 og lauk nefndin störfum sínum með útgáfu aðgerðaáætlunar sem kom út 12. desember 2013 og var til fimm ára. Aðgerðaráætlunin var staðfest af umhverfis- og auðlindaráðherra í desember 2013. Aðgerðaáætlunin rann út í lok árs 2018 og í kjölfarið voru gerð drög að nýrri aðgerðaráætlun hjá Landmælingum Íslands. Drögin voru borin undir samráðshóp en síðan send umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til yfirlesturs og umsagnar um mitt árið 2019. Ekki er búið að samþykkja aðgerðaráætlunina en í kjölfar samskipta við ráðuneytið voru drögin uppfærð og send aftur til ráðuneytisins til samþykktar.

Norrænir vinnuhópar sem fulltrúar LMÍ taka þátt í um INSPIRE-tilskipunina til að fylgjast með og miðla upplýsingum um stöðuna á Norðurlöndunum er mikilvægur þáttur í að afla upplýsinga um tæknileg mál og aðferðir við innleiðinguna.

Usage of the infrastructure for spatial information

Lýsigagnagáttin Geoinspire er einungis til að veita gögnum inn í árlega INSPIRE skýrslugjafar (monitoring) ferlið. Sérstök yfirferð og rýni fór fram á lýsigögnum og þjónustum í þeim tilgangi að bæta frammistöðu Íslands í verkefninu.

Allir hafa aðgang að lýsigagnagátt og landupplýsingagátt. Fylgst er með notkun og tölulegar upplýsingarnar sem liggja fyrir á þessum tímapunkti eru þessar:

  • Heildarfjöldi gesta í lýsigagnagátt voru tæplega 84.000 og skoðuð þeir rúmlega 202.000 skráningar.
  • Heildarfjöldi gesta í landupplýsingagátt árið 2021 var tæplega 55.000 og skoðuðu þeir tæplega 1.320.200 gagnasett.

Lýsigagnagáttin var fyrst opnuð 1. júní 2012. Gagnasett eru m.a. flokkuð eftir þemum INSPIRE viðauka I, II eða III.  Í dag eru  333 skráningar í landupplýsingagátt fyrir gagnasett, auk 37 kortaþjónusta. Hver lýsigagnaskráning fyrir þjónustu er fyrir eina niðurhals- eða skoðunarþjónustu viðkomandi stofnunnar og innan hverrar þjónustu eru því fleiri en eitt gagnasett aðgengilegt. Að lýsigagnaskráningunum standa 23 stofnanir og 1 sveitarfélag. Allir geta skoðað skráningar í lýsigagnagátt en Landmælingar Íslands sjá um skráningu lýsigagna og gera það í samstarfi við framleiðendur gagnanna. Lögð er áhersla á að gögn sem er hægt að skoða í landupplýsingagátt komi beint frá þjónustu á upprunastað, þ.e.a.s frá þeirri stofnun sem framleiddi gögnin. Í þeim tilfellum þar sem skortir bjargir, sjá Landmælingar Íslands um að halda utan um miðlunina í gegnum landupplýsingagáttina.

Data sharing arrangements

Með tilkomu grunngerðarlaganna árið 2011 (í tengslum við INSPIRE-tilskipunina) varð aukinn þrýstingur þess efnis að hægt væri að skiptast á opinberum landupplýsingum án gjaldtöku. Í lok árs 2012 var tekin ákvörðun af þáverandi umhverfis- og auðlindaráðherra í samráði við fjárlaganefnd Alþingis þess efnis að unnið skyldi að gjaldfrelsi landupplýsinga Landmælinga Íslands. Markmiðið með því að gera stafræn kort og landupplýsingar stofnunarinnar gjaldfrjáls var að almenningi og opinberum aðilum á Íslandi sé betur tryggður greiður aðgangur að upplýsingum um umhverfi og náttúru landsins. Einnig var markmiðið að hvetja til aukinnar notkunar, úrvinnslu og miðlunar þessara gagna t.d. á sviði ferðaþjónustu, opinberrar stjórnsýslu og í menntakerfinu. Gögn LMÍ hafa verið aðgengileg án endurgjalds síðan 23. janúar 2013 en vegna höfundarréttar gilda um þau höfundalög nr. 73/1972. Gögn ýmissa opinberra aðila hafa mörg hver verið gjaldfrjáls lengi og nú er svo komið að langflestar stofnanir sem tengjast grunngerðinni veita gjaldfrjálsan aðgang að gögnum sínum. 

Lög um endurnot opinberra upplýsinga tóku gildi í maí árið 2018. Markmið með lagasetningunni er að hvetja alla til að nota og endurnýta opinberar upplýsingar með hvaða hætti sem er. Rétthafi upplýsinganna/gagnanna gefur ótímabundna heimild til varanlegrar notkunar upplýsinganna/gagnanna hvar sem er, án gjaldtöku.

Um gögn Landmælinga Íslands gilda almennir skilmálar og fyrirvari við landfræðilegar upplýsingar og gögn sem birtast á korta- og örnefnasjám stofnunarinnar. Opin gögn Landmælinga Íslands eru gefin út skv. Creative Commons Attribution 4.0 International License. Ekki eru allar stofnanir búnar að skilgreina skilmála en Landmælingar Íslands hafa hvatt til þess á samráðsfundum og í öllu samstarfi.

Í grunngerðarverkefninu er brýnt fyrir þátttakendum að miðlun gagna eigi að vera beint frá upprunastað sínum í gegnum vefþjónustur. Reynslan í gegnum samstarf grunngerðarhóps Landmælinga Íslands og stofnana sem eru hluti af grunngerð landupplýsinga á Íslandi og þar af leiðandi INSPIRE sýnir að enn vantar þó nokkuð upp á að gögnum sé miðlað í gegnum þessar þjónustur. Viljinn til að koma slíkum þjónustum í gang er fyrir hendi en oft skortir tíma og mannafl. Þó er aukin tæknileg þekking fyrir hendi og klárlega aukin meðvitund um jákvæð samlegðaráhrif þess að gera sem flestum kleift að nálgast gögn viðkomandi stofnana.

Costs and benefits

Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdar tilskipunar 207/2/EB er talin vera um 23 millj. isl. króna. Kostnaður felst í að Landmælingar Íslands setja í verkefnið um 2 mannár (þó starfa 4 í Grunngerðar/INSPIRE hópi stofnunarinnar en allir aðeins að hluta við INSPIRE).  Enginn kostnaður féll til vegna funda innanlands eða erlendis síðustu tvö ár vegna Covid 19. Sá ávinningur sem orðið hefur vegna innleiðingar laga um Grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar og lög um INSPIRE hefur fyrst og fremst snúið að aðgengi að gögnum. Þó verður ekki litið hjá því að gjaldfrelsi gagna LMÍ er að hluta til tilkomið vegna þessara laga. Með gjaldfrelsi gagna margfaldaðist notkun gagna. Ávinningurinn felst ekki síst í aukinni meðvitund um aðgengi og yfirsýn sem fengist hefur í verkefninu í gegnum árin. Einnig er vert að nefna að aukinn tæknileg þekking hefur áunnist með kröfum um INSPIRE einkum hvað varðar vefþjónustur og mikilvægi þeirra.

Key facts and figures